Vertu velkomin til okkar

Þjálfun og verkjameðferðir

Lærðu hvernig að nýta þessar aðferðir til að ná fullum árangri í þínum persónulegu markmiðum, til að létta á verkjum og öðlast betri hreyfigetu.

1 of 6
  • Námskeið

    Heilsubætandi námskeið sem hentar öllum sem vilja nýta sér fjölbreyttar aðferðir til að bæta heilsu sína. 

    Á þessu námskeiði notast ég við Yoga flæði, Yin yoga, djúpvefs teygjur, hreyfiflæðisæfingar, bandvefslosun  með boltum og rúllum og léttar styrktaræfingar. Eins notum við öndunar æfingar og slökun sem róar taugakerfið.

    Verð 19.900 kr.

    Skoða nánar 
  • Tónheilun

    Heyrðu það. Finndu það. Upplifðu það.

    Tónlist sálarinnar endurkastast og heyrist í alheiminum. Að spila á söngskál hvetur heilann til að fara í meðvitað slökunarástand kallað ALPHA & THETA sem stuðlar að almennu heilbrigði, kemur jafnvægi á orkuflæði líkamans ásamt þvi að draga úr kvíða og bætir svefninn.


    Tíminn er 60 mín
    Verð 5.000 kr 

    Skoða nánar 

Ég heiti Ingunn Ragna Sævarsdóttir og er með margra ára reynslu af þjálfun.

Ég hef stundað íþróttir allt mitt líf og prófað ýmislegt. En eftir að vera greind með vefjagigt og fengið taugaskaða við bílslys þá fór ég að kafa dýpra í málin. Æfingarkerfin sem ég geri fyrir ykkur eru þær æfingar og meðferðir sem hafa gagnast mér og mínum best í gegnum árin.

Lesa meira

Það sem fólk segir

  • ,,Eftir langa pásu"

    Ég hafði ekki stundað hreyfingu í nokkur ár, þegar við stelpurnar á snyrtistofuni tókum okkur saman og fórum í hópaþjálfun til Ingunnar.

    Ég var klunnaleg til að byrja með og með mikinn ræktarkvíða.

    Þjálfun Ingunnar, góða orkan og þekking hennar kom mér aftur á lappir, og hef ég komist yfir ræktarkvíðann og hef haldið hreyfingu síðan.

    Karitas Ósk Ahmed
    Eigandi Jamal.is

  • ,,Besti árangur sem ég hef náð"

    Eftir langa baráttu við bakverki, flakkandi milli lækna og hnykkjara komst ég loks að hjá ingunni.

    Á innan við mánuði náði ég fullum bata, varð hraustari, liðugri og með að nota þær æfingar sem ég lærði hjá henni er ég ennþá heill nokkrum árum seinna.

    Erling Thor Gylfason
    Flugmaður

1 of 2