Meðferðir
Býð upp á bæði bandvefslosun og heilunar meðferðir. Allar meðferðir eru einstaklingsbundnar til að þú náir sem besta árangri og betri vellíðan.
Bókaðu tíma með NOONA.

Bandvefslosun
Þessi meðferð fer fram á bekk. Við byrjum á að skoða hreyfigetu og förum yfir söguna þina. Þú færð ráðleggingar með æfingar og teygjur sem þú getur svo gert til að hjálpa þér að ná árangri hraðar.
Ég blanda saman þeim aðferðum sem ég hef lært, prufað og hafa reynst mér best. Þessi meðferð byggist upp á teygjum með þrýsting á bólguhnúta og hjalparverkfærum til að losa um bandvefinn. Hér er verið að losa um bólgur og auka hreyfiflæði.
Ávinningur meðferðar
- Léttir á verkjum
- Losar um spennu
- Mýkir vöðva
- Dregur úr bólgum
- Aukið hreyfiflæði
- Aukið blóðflæði

Reiki Heilun
Heilun kemur jafnvægi á orkuflæði líkamans og stuðlar að heilbrigði líkama og sálar.
Heilun er eitt elsta meðferðaform sem menn hafa notað til að hafa áhrif á orkuflæði líkamans. Um líkamann flæðir lífsorka sem kallast chi í Kína, prana á Indlandi og ki í Japan. Lífsorkan flæðir um orkubrautir og orkustöðvar sem staðsettar eru víðsvegar um líkamann en einnig myndar orkan orkusvið sem umlykur líkamann. Hlutverk heilara er að skynja vanvirkni eða ofvirkni í orkubrautunum og orkustöðvunum. Heilari notar oftast handayfirlagningu til að koma jafnvægi á orkukerfin.
Hvernig fer heilun fram?
Heilari metur ástand orkunnar með handayfirlagningu sem er framkæmd á liggjandi á bekk. Unnið er með orkuna í gegnum hendur meðferðaraðilans. Sá sem þiggur heilun getur fundið fyrir hita- eða kuldastreymi og jafnvel nokkurs konar náladofa eða straumi fara um líkama sinn. Margir sjá fyrir sér heilandi liti flæða um líkamann, finna fyrir orkubreytingu, þrýstingi eða öðru slíku.
Hverjum hentar heilun?
Heilun hjálpar öllum þeim sem hafa opinn huga. Heilun hefur reynst vel til að öðlast jafnvægi vegna áfalla, streitu, kvíða, og ýmissa verkja og vanlíðunar hvort sem þeir eru af líkamlegum eða andlegum toga.