Velkomin

Ingunn heiti ég og er stofnandi og þjálfari hjá Lotus Þjálfun, sem er staðsett í Hátúni 6b 105 Rvk

Ég heiti Ingunn Ragna Sævarsdóttir og ég hef glímt við langvarandi heilsuvandamál, þar á meðal vefjagigt og króníska taugaverki sem eru afleiðingar bílslyss sem ég lenti í. Viðureign mín við þessi vandamál hefur krafist ómældrar orku og einbeitingar þar sem mitt helsta markmið hefur verið að viðhalda sem bestri líðan og draga úr verkjum eins mikið og mögulegt er.

Á yfir tveimur áratugum hef ég byggt upp djúpstæða þekkingu og reynslu á sviði líkamsþjálfunar og verkjameðferða. Á þessum ferli hef ég ekki einungis leitað til hefðbundinna meðferðaúrræða, heldur einnig kannað fjölbreyttari og óhefðbundnari nálganir. Ég hef prófað fjölmargar aðferðir tekið við því sem virkar og hafnað því sem ekki skilar árangri.

Í starfi mínu sem þjálfari og leiðbeinandi hef ég aflað mér kennsluréttinda í öllum þeim aðferðum og meðferðum sem ég beiti. Þetta gerir mér kleift að miðla reynslu minni og þekkingu til annarra með traustum grunni og fagmennsku.

Æfingakerfin sem ég hanna og miðla eru byggð á þeim æfingum og meðferðum sem hafa reynst mér og mínum best gegnum árin. Ég legg áherslu á að hreyfing og líkamsrækt séu ekki aðeins þættir sem viðkomandi þarf að framkvæma af skyldurækni, heldur einnig mikilvægur hluti af heilbrigðum lífsstíl sem gefur gleði og orku.

Markmið mitt er að deila víðtækri þekkingu og reynslu með ykkur í von um að stuðla að bættri líðan og auknum lífsgæðum. Ég trúi því fastlega að heilbrigður lífsstíll sem inniheldur réttar hreyfingar, hollt mataræði, andleg málefni og góða matreiðslu sé lykillinn að hamingjusamara og heilbrigðara lífi. Þetta eru þeir þættir sem standa mér næst og ég legg mikla áherslu á að miðla þessari þekkingar til ykkar sem leita leiða til að bæta lífsgæði sín.

MENNTUN: 

  • Einkaþjalfari 
  • 200 tima jógakennaranám 
  • Yin Yoga kennararéttindi 
  • Bandvefslosun
  • Reikimeistari
  • Sjúkateypingar
  • IASTM :Instrument soft tissue manipulation
  • ASTR :Advanced soft tissue release
  • ásamt fleiri þjálfanámskeiðum og ótal fyrirlestrum um þjálfun, taugakerfið, sogæðakerfið og bandvefslosun.
  • Eins er ég lærður Matreiðslumeistari.